Er ekki betra að eyða peningum í annað en að þrífa upp eftir þetta fólk.

Allt er gott í hófi !! þessi mótmæli eru að snúast upp í tómt rugl,  hvað fær fólk út úr því að brenna og skemma hluti sem landið á.  Gerir þessi skríll sér ekki grein fyrir þeim peningum sem þjóðin þarf að eyða  sökum þeirra mótmæla.  Við þurfum að borga fyrir yfirvinnu lögreglu og sérsveitar sem og þrif á skítnum sem þau skilja eftir sig.  Mótmælin eiga vel rétt á sér en engan vegin í þessari mynd sem nú hefur verið.  Þeir peningar sem þjóðin þarf að borga sökum þessa fólks væri betur varið í fjölskylduhjálp á þessum tíma.

Ég hvet lögregluna til að hafa hemil á þessum skríl og leyfa þeim sem eru að mótmæla friðsamlega að halda því áfram.  


mbl.is „Þið eruð öll rekin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hafberg

þú ert sem sagt samþykk því að ríkisstjórnin vaði yfir almenning áfram á skítugum skónum!  Og þurfi ekki að gefa nein svör um hvert peningar þjóðarinnar hurfu???  Ánægð með aukna skattheimtu bara ef hún er fyrir útrástarvíkinga landsins!  Aukið atvinnuleysi og aukin skattheimta..... ég bara spyr?

Ingibjörg Hafberg, 21.1.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Berta Björg Sæmundsdóttir

Nei ekki misskilja ég vill fá öll sömu svör og eins og allir aðrir en tel að það sé óþarfi að skemma hluti og beita ofbeildi í leit að þessum svörum....

ég styð mótmæli sem fara fram án þess að ógna fólki, eða stofna fólki í hættu eða skemma hluti. 

Berta Björg Sæmundsdóttir, 21.1.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband